HR Tech 2025
Niðurstöður rannsókna sýna að eftir 5 ár verður núverandi vinnufærni okkar úrelt. Þetta sýnir skýrsla Future of Jobs 2025 sem kynnt var í janúar 2025.
Framtíðin verður knúin áfram af sífellt fullkomnari tækni, stafrænni þróun, alþjóðlegu regluverki og áherslu á sjálfbærar og öruggar lausnir.
Fyrirtæki og stofnanir munu á næstu árum leita að og ráða til sín starfsmenn sem búa yfir færni, þekkingu og reynslu í tækni og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Á ráðstefnunni verður fjallað um þá helstu tækni sem mannauðsfólk getur nýtt sér í daglegu starfi, sagðar reynslusögur úr atvinnulífinu og leitað svara við spurningunni „Hvaða tækifæri felast í tækninni“.
