HR Tech 2025

  • 3. apríl, 2025
  • Silfurberg í Hörpu

This event has expired

HR Tech 2025

Niðurstöður rannsókna sýna að eftir 5 ár verður núverandi vinnufærni okkar úrelt. Þetta sýnir skýrsla Future of Jobs 2025 sem kynnt var í janúar 2025.
Framtíðin verður knúin áfram af sífellt fullkomnari tækni, stafrænni þróun, alþjóðlegu regluverki og áherslu á sjálfbærar og öruggar lausnir.

Fyrirtæki og stofnanir munu á næstu árum leita að og ráða til sín starfsmenn sem búa yfir færni, þekkingu og reynslu í tækni og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þá helstu tækni sem mannauðsfólk getur nýtt sér í daglegu starfi, sagðar reynslusögur úr atvinnulífinu og leitað svara við spurningunni „Hvaða tækifæri felast í tækninni“.

Dagskrá:

Sjálfvirknin sem snjall samstarfsfélagi

Sjálfvirkni umbreytir vinnumarkaðinum og skapar bæði óvissu og tækifæri. Hefðbundin störf breytast, en um leið opnast nýjar dyr fyrir sérhæfðari verkefni. Skilvirkni, nákvæmni og afköst aukast og starfsfólk fær tækifæri til að einbeita sér að skapandi og krefjandi verkefnum. En hvað með viðhorf starfsmanna? Fagna þau tækifæri til samstarfs eða óttast þau að störfin þeirra hverfi? Með réttri umgjörð og nálgun við innleiðingu getur sjálfvirknin orðið vinnufús og snjall samstarfsfélagi. Í fyrirlestri sínum munu Karítas og Rebekka fjalla um viðhorf starfsmanna til sjálfvirknivæðingarinnar, ógnir og tækifæri.

Yfirferð ferilskráa með aðstoð gervigreindar Sögð reynslusaga frá íslensku fyrirtæki í stafrænum útboðum

Í erindi sínu mun Ágúst fjalla um stafrænar umbreytingar og segja frá nýjum lausnum sem nýta gervigreind við vinnslu rammasamningsútboða. Þessi lausn hefur haft í för með sér mikla hagræðingu útboðsferla og hámarkað nýtingu mannauðs. Í stað þess að eyða ómældum tíma í handvirka skráningu og greiningu gagna, getur starfsfólk nú einbeitt sér að stefnumótandi ákvarðanatöku og samstarfi við birgja. Með því að innleiða sjálfvirka greiningu gagna og gervigreindarknúna fráviksgreiningu, minnkar tíminn sem fer í endurtekna handvirka vinnu í tengslum við úrvinnslu útboðsgagna. Ágúst tekur raunverulegt dæmi úr atvinnulífinu.

Leikjavæðing í fræðslu - er það málið?

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Arion banki innleiðingu á leikjavæðingu, með nýrri lausn og nálgun, sem hluta af fræðsludagskrá þjónustuvers. Leikjavæðing er töluvert notuð í heimi hugbúnaðarþróunar og er uppsett sem tölvuleikur þar sem starfsfólk safnar stigum fyrir rétt svör og fær leiðbeiningar ef það fer ranga leið. Tækifæri nálguninnar felast meðal í þjálfun og innleiðingum á nýjungum, og mun Alma segja frá þeirra reynslu og hvaða áhrif hún hafði til alla leið til betri þjónustu við viðskiptavini.

AI in HR: Solutions for Tomorrow

In his keynote, Claus Nygaard explores practical applications of AI within the HR value chain, providing hands-on demonstrations to inspire actionable insights and innovation in your HR practices. The question is not, „Should we use AI?“ – as that is inevitable. The question is, „How shall we use AI?“ By showcasing concrete use cases, Claus demonstrates how straightforward it is to begin utilising AI and harness the power of large language models in HR.Claus Nygaard, professor and Ph.D., is an AI expert with a passion for integrating artificial intelligence into business processes. Renowned for his engaging teaching style, he has been awarded the prize for Best Teacher at Copenhagen Business School, as well as multiple international prizes for his research. He stands at the forefront of practical AI innovation and its implementation.To date, Claus has published 30 books globally. In 2024, he released two significant works: Prompt Engineering with ChatGPT, Copilot and Gemini and Generative Artificial Intelligence in Higher Education. He is currently working on a forthcoming book titled AI and Automatisation.

Framtíðin í sérsniðnum og snjallari lausnum

Tækniþróun hefur aldrei verið jafn hröð og í dag og standa fyrirtæki frammi fyrir endalausum tækifærum til að einfalda og hagræða í rekstri. Í stað þess að fjárfesta í stöðluðum hugbúnaðarlausnum sem oft mæta ekki öllum þörfum fyrirtækisins mun Sóley fjalla um aðgengileg “low-code tól” eins og Microsoft Power Platform, sem geta aukið skilvirkni í daglegum rekstri, meðal annars í HR.

Hvaða tækifæri felast í tækninni?

U M R Æ Ð U S T J Ó R I Brynjar Már Brynjólfsson Mannauðsstjóri hjá Isavia og fyrrverandi formaður Mannauðs

RSVP Capacity is Over

  • Tími: 09:00 - 13:00 (Atlantic/Reykjavik)