Skip to main content

Er þinn vinnustaður klár í kombakk?

By desember 2, 2024Viðburðir

Dagur: 30. janúar 2025

Tími: 9:00-10:00

Staður: Hjá VIRK, Borgartúni 18, 105 Reykjavík

Hvernig stuðlar mannsauðsfólk að farsælli endurkomu inn á vinnumarkaðinn?

VIRK býður mannauðsfólki úr atvinnulífinu á fræðandi og hvetjandi morgunverðarfund þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu. Teymið á bak við atvinnutengingu VIRK, ásamt sérfræðingum, deilir reynslu og verkfærum til að auðvelda fyrirtækjum að taka vel á móti starfsfólki aftur til starfa, jafnt nýju sem gömlu.

Á fundinum verður sérstaklega horft til ólíkra þarfa einstaklinga, hvort sem þær tengjast líkamlegum eða andlegum hindrunum, hvort skert starfsgeta sé til staðar eða lítil starfsreynsla á vinnumarkaði. VIRK kynnir sína nálgun og þjónustu, með áherslu á mikilvægi stuðnings og samvinnu mannauðsfólks.

 Að lokum: Atvinnulífstenglar VIRK verða til staðar fyrir spjall og umræður. Þetta er kjörið tækifæri til að læra meira og spyrja beint út í möguleika á samstarfi við VIRK.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara – fáðu innsýn í hvernig þú getur lagt þitt af mörkum til að skapa sterkara vinnuumhverfi fyrir öll!

 Dagsetning: 30. janúar 2025
Tímasetning: 09:00-10:00
Staðsetning: Borgartún 18, 105 Reykjavík
(Um er að ræða staðfund)

 Skráðu þig núna og tryggðu þér sæti!

 

Skráning á fundinn