Skip to main content

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2024 er nú haldinn í fimmta sinn út um allan heim.
Dagurinn sjálfur er alltaf 20. maí ár hvert en þar sem daginn ber upp á „rauðan dag“ í ár höldum við upp á daginn 16. maí.

Í ár tileinkum við Alþjóðlega mannauðsdaginn fjölbreytileikanum og fögnum öllu því góða sem innflytjendur hafa fært okkur. Fyrir samfélag á eyju í norður Atlantshafi þurfum við strauma nýsköpunar til að viðhalda bestu mögulegum lífsgæðum.

Til Íslands hafa flutt þúsundir einstaklinga með hugmyndir og eldmóð til að koma þeim í framkvæmd. Fyrir vikið er Ísland fjölbreyttara og betra. Fögnum fjölbreytileikanum og þeim ávinningi sem hann hefur fært okkur.

Hér fyrir neðar á síðunni eru sögur frá nokkrum þeirra sem hafa gert Ísland enn betra.

EAPM sem við á Íslandi erum hluti af leggur áherslu á framtíðina og  vinnur með „slagorðið“ Shaping the new future / Mótum nýju framtíðina.
Framtíðin er á fleygiferð og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.
Hér erum við að tala um tæknibreytingar, gervigreindina, nýrja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstaðu og skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskipum.

Dagskrá Alþjóðlega Mannauðsdagsins 2024 dagana 14. og 16. maí

Rafræn ráðstefna EAPM / Evrópsku mannauðssamtakanna.

14. maí 2024

Klukkan 9:00-11:00

Skráning á viðburð

Rafræn ráðstefna Mannauðs á TEAMS um „FJÖLBREYTILEIKA á vinnumarkaði“ í tilefni Alþjóðlega Mannauðsdagsins.

16. maí 2024

Klukkan 9:00-10:15

Skráning á viðburð

Tengslamyndunarpartý og Alþjóðlegi Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlegur.

16. maí 2024

Klukkan 17:00-19:00

Borgartún 23, 3ja hæð, Reykjavík.  Í húsnæði Akademias.

Skráning á viðburð

Áskorun EAPM til allra aðildarfélaga, fyrirtækja þeirra og starfsmanna til að láta gott af sér leiða, taka þátt í skemmtilegum leik og auka daglega hreyfingu og vellíðan starfsmanna.

EAPM sem Mannauður er hluti af hefur gert samstarfssamning við WALK15# og býðst öllum aðilum félaganna FRÍR aðgangur að WALK15# appinu fram á haust.  EAPM og aðildarfélögin eru að ýta úr vör „gönguátaki“ meðal félagsmanna í tengslum við Alþjóðlega Mannauðsdaginn.  Við munum safna „heildarskrefum“, hvert land getur safnað „heildarskrefum“ og hvert fyrirtæki innan hvers lands getur safnar „heildarskrefum“.
Við á Íslandi förum af stað með KEPPNI milli fyrirtækja sem hefst 16. maí og líkur í enda september.
Úrslit keppninnar verða svo tilkynnt á Mannauðsdaginn 4. október 2024.

Samstarfsaðilar Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi í tengslum við Alþjóðlega mannauðsdaginn 2024 þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og ljósið sett á aðferðir, tæki eða tól sem styrkt geta inngildingu innflytjanda inn í íslenskt samfélag enn frekar.

Mannauður og Alda hafa hafið samstarf um að mæla inngildingu á íslenskum vinnustöðum. Öllum aðildarfélögum Mannauðs er boðið að taka þátt í inngildingarkönnuninni án endurgjalds.  Könnunin mælir upplifun starfsfólks af vinnustaðamenningu og sérstaklega hvernig upplifanir dreifast eftir ólíkum félagshópum t.d. eftir kyni, uppruna, kynþætti, fötlun o.s.frv.  Úr könnuninni munu Alda og Mannauður gefa út inngildingarvísitölu fyrir Íslands sem fyrirtæki og stofnanir geta borið sig saman við til að meta inngildinguna hjá sér.  Inngildingarvísitalan fyrir Ísland verður kynnt á Mannauðsdeginum 4. október 2024 í Hörpu.
Til að skrá ykkar fyrirtæki eða stofnun til þátttöku, sendið póst á inngilding@alda.co

Bara tala er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni.  Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geta notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska er töluð.
Í dag vinna tæplega 52.000 innflytjendur á Íslandi og eru þeir 22,5% starfandi fólks hérlendis.
Með Bara tala appinu má þróa talfærnina frekar en lestur og ritun með ríka áherslu á málfræði sem fyrst og fremst hefur verið notað.  Talfærnin er talin fyrsta skrefið í tungumálanámi, en talfærnin skiptir sköpum til að aðlagast samfélaginu og byggja upp sjálfstraust.

Við fögnum fjölbreytileikanum og fögnum öllu því góða sem innflytjendur hafa fært okkur.
Til að viðhalda bestu mögulegum lífgæðum þurfum við ný sjónarhorn og nýja strauma nýsköpunar.
Hugmyndir þeirra og eldmóður hefur bætt íslenskt samfélag og gert okkur að betri og hæfari einstaklingum.  Hér kom nokkrar sögur frá innflytjendum sem hafa gert Ísland ennþá betra.

Matteo Meucci

Jöklaleiðsögumaður
  • Hvernig gekk að aðlagast  Íslandi og íslenskum vinnumarkaði?

Ég flutti til Íslands með konunni minni og börnum vegna þess að konan mín fékk stöðu á Veðurstofunni sem umsjónarmaður eldfjallahættu. Það var einstakt tækifæri fyrir hana sem kemur oft ekki nema einu sinni á ævinni og við tókum því.  Við höfðum áður komið til Íslands og nutum dvalarinn og vorum bæði sammála um að prófa þetta.

  • Hvernig gekk að aðlagast  Íslandi og íslenskum vinnumarkaði?

Jæja, þetta er enn ferli sem er í gangi en mér líður fljótt vel með fólk, menningu, skrifræði og landið almennt. Ég held að ég hafi verið heppinn, eftir nokkra mánaða aðlögunartíma, að enda í fyrirtæki sem var nokkuð sanngjarnt, mér fannst ég alltaf vera velkominn og með því að starfa í ferðaþjónustu sem er opin fyrir  útlendinga.

  •  Hvað þýðir fjölbreytileiki fyrir þig?

Það er að skoða hlutina með öðru sjónarhorni, bakgrunni, hugarfari og menningu. Það er þegar hlutirnir ganga hraðar og þú getur haft betri skilning án þess að vera kristallaður í aðeins eina rétta hugarfar, aðgerðir , úrvinnslu.

  •  Hver er ávinningurinn af aukinni fjölbreytni á Íslandi?

ávinningurinn er sá að fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu kemur saman og vinnur og eykur viðmið og gæði hópsins

  • Getur þú sagt dæmi um jákvæða reynslu af fjölbreytileika í umhverfi þínu?

Dæmið er fólk sem hefur umsjón með teymum eða verkefnum eru valin af gæðum og kúnnatu, skipti ekki máli hvaðan þau eru

  • Hvað hefur komið þér mest á óvart?

Hverning hefur lítið samfélag eins og Ísland fljótt lært hvernig á að nýta færni fólks sem kemur frá öðrum löndum, gefa því mikilvæg hlutverk í fyrirtækjum eða opinberum embættum, jafnvel með upphaflega tungumálahindrun en treysta sérfræðiþekkingunni.

Elenita Tampus Rosento

Aðstoðardreifingarstjóri hjá Myllan - Ora
  • Hvað varð til þess að þú komst til Íslands?

Snjóhús. Áður en ég kom til Íslands voru fyrri störf mín ferðalög og þegar ég heyrði fyrst nafnið Ísland, kom upp í huga mér snjóhús svo ég hugsaði með mér að ef ég mundi heimsækja Ísland þá gæti ég prófað að gista í snjóhúsi. En þegar ég loksins kom hingað hélt ég að ég væri á röngum stað, það var ekkert nema hraun allstaðar. Það var eins og ég væri á tunglinu.

  • Hvernig var að aðlagast Íslandi og íslenskum vinnumarkaði?

Það var frekar erfitt í fyrstu vegna ófyrirsjáanlegs veðurs og tungumálahindrana. Eftir að ég lærði tungumálið eru samskipti auðveldari og allt verður einfaldara.

  • Hvað þýðir fjölbreytileiki fyrir þér?

Persónulega finnst mér það þýða að fólk geti verið með mismunandi bakgrunn hvort sem það er þjóðerni, trúarbrögð, kyn eða menning. En fjölbreytileiki í vinnuafli er að atvinnulífið sé með starfsfólk af ólíkum uppruna sem vinnur saman og sameinar ólíka reynslu.

  • Hver er ávinningurinn af því að hafa aukinn fjölbreytileika á Íslandi?

Þegar ég kom til Íslands, í kringum 1996 voru ekki allir opnir fyrir fjölbreytileika og sérstaklega til fólks með annan húðlit. Núna er Ísland að breytast og fjölbreytileikinn er óhjákvæmilegur. Aukinn fjölbreytni á Íslandi leiðir til þess að fólk með ólíkan bakgrunn skilur hvort annað, deilir þekkingu sinni, reynslu og tækni.

  • Getur þú sagt frá dæmi um jákvæða reynslu af fjölbreytileika í þínu umhverfi?

Vinnustaðurinn minn, Myllan er til dæmis eitt af þeim fyrirtækjum sem eru með fjölbreytt starfsfólk. Þrátt fyrir að misskilningur sé algengur í fyrstu vegna tungumálaörðuleika þá lærum við að aðlaga okkur, taka tillit til hvors annars og skoðanna. Það endurspeglast síðan til viðskiptavina okkar.

  • Hvað hefur komið þér mest á óvart?

Hvað hefur komið þér mest á óvart?

Eldgosin koma mér alltaf jafn mikið á óvart og líka að hver sem er getur boðið sig fram sem forsetaefni. En núna erum við að velja á milli 11 frambjóðenda sem allir verðskulda tækifæri. En annars er fjölbreytni fólks orðin mjög mikil á Íslandi og Ísland er lítið land. Ég vona að fjölbreytileikinn muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Janak Kumar Niraula

Vélamaður
  • Hvað varð til þess að þú komst til Íslands?

Ég og vinur minn vorum að vinna við river rafting í Nepal þegar maður frá Íslandi kom og fékk okkur til að koma til landsins sem sérfræðinga til að kenna river rafting og kajak róður.

  • Hvernig var að aðlagast Íslandi og íslenskum vinnumarkaði?

Ekkert mál, það eru allir tilbúnir til að hjálpa.

  • Hver er ávinningurinn af því að hafa aukinn fjölbreytileika á Íslandi?

Það er alltaf gott að fá gott duglegt og hugmyndaríkt fólk til að auka víðsýni.

  • Getur þú sagt frá dæmi um jákvæða reynslu af fjölbreytileika í þínu umhverfi?

Ég hef lært svo mikið af mismunandi fólki sem ég hef kynnst í leik og starfi. Mér finnst gaman að læra nýja hluti og ég hef fengið að kynnast svo mörgu fólki.

  • Hvað hefur komið þér mest á óvart?

Það var þegar okkur félögunum var keyrt uppí sveit þar sem við vorum að fara vinna. Við unnum og fórum svo að bíða ansi lengi eftir því að fara og hvílast, en svo kom bara sá sem sendi okkur á staðinn og bauð góðan daginn. Þá vorum við búnir að vaka alla nóttina og vissum ekki að það væri sól 24 tíma á dag.

Jewells Chambers

Owner and Content Creator at All Things Iceland

I was born and raised in Brooklyn, NY and came to Iceland for two reasons. The biggest reason is because I had fallen in love and married an Icelander that was living in the United States when we got together but had plans to move back to Iceland. The other reason is that I was able to secure a job in my field of expertise (digital marketing) in Reykjavík before I moved to the country. In fact, I started my job as a Content Marketing Manager at Icelandic Mountain Guides the day after I moved in June of 2016.

While I had visited Iceland at least five times before moving, nothing could prepare me for living here full time because it is such a different experience. Adapting to the language, culture, and labor market was a mix of overwhelm and fascination. I was very fortunate to be surrounded by supportive people at work, especially since I didn’t know the language or some of the customs. When compared to New York, my experience of the Icelandic labor market is that there is a lot more in place to protect and support employees. Some examples of that are unions, ample paid time off, and sick days for the employee as well as their children.

Diversity, to me, means a mix of differences in cultural backgrounds, gender,perspectives, lived experiences (i.e. sexual orientation, able bodiedness, marginalization & etc.), ideas, and ways of getting to a solution. It considers that we each have value to bring to a given situation and allows for voices, regardless of status in society, to be heard and included when making decisions that impact all of us.

There are tremendous benefits to having increased diversity in Iceland. Economically, Iceland benefits from having people from other countries with diverse skills and specialties adding to or even innovating in different sectors. Socially, the integration of people with different ethnicities, sexual orientations, able bodiedness, accents, and overall lived experiences helps Icelandic people and culture to be more inclusive, which is extremely important for the evolution of the society.

As a foreign national with a diverse background in Iceland that has lived here for the last eight years, I’ve been fortunate to have a very positive experience with the Icelandic labor market. The two Icelandic companies I worked for welcomed me and were open to me bringing new ideas to the companies in my area of expertise.

Even with some of the major changes in my life, like getting divorced and starting my own company that focuses on helping travelers who plan to visit Iceland, my experience has, overall, been positive. I truly believe that having a diverse society benefits everyone.