Dagur: 1. febrúar 2024
Tími: 17:00-19:00
Staður: Lækjartorg 5, 3. hæð.
Alda býður Mannauði í gleðistund (happy hour) og samtal um fjölbreytileika, inngildingu og tækni.
Við ræðum um hvernig gervigreind, rétt gögn, leikjavæðing og nýsköpun nýtist okkur í að bæta vinnustaðamenningu og ná raunverulegum árangri í inngildingu.
Alda er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að mæla, setja sér markmið og ná árangri í fjölbreytileika og inngildingu með inngildingarmælingum, aðgerðaráætlunum drifnum af gervigreind, leikjavæddri örfræðslu og markmiðasetningu.
?Árið 2024 byrjar með trompi en Alda hugbúnaðurinn var valinn á lista hins virta ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir á heimsvísu á sviði fjölbreytileika og inngildingar (DEI).
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og Sigyn Jónsdóttir, tæknistjóri og stofnendur Öldu, ræða við okkur um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta með hjálp nýjustu tæknilausna og gervigreindar náð raunverulegum árangri varðandi fjölbreytni og inngildingu – til skemmri og lengri tíma litið.
Þá fær félagsfólk einstakt tækifæri til að prófa leikjavædda örfræðslu Öldu, sjá inn í hugbúnaðarlausnina og taka lagið í glænýju karaoke herbergi þeirra ?
Léttar veitingar og drykkir í boði.