Félag mannauðsfólks á Íslandi, fagnar opnun umræðunnar um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar af öðrum vettvangi undanfarið.
Mannauðsstjórar þekkja efnið vel en þetta er eitt af viðkvæmustu verkefnum þeirra sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Félag mannauðsfólks leggur áherslu á að unnið sé mjög faglega úr þessum málum og af festu.
Mannauðsstjórar og sérfræðingar í mannauðsmálum eru tilbúin að taka þátt í umræðunni, bæði til að leggja málefninu lið, varpa ljósi á stöðuna á vinnumarkaði og þau úrræði sem notuð eru.
Umræðan getur án vafa hjálpað þeim sem hafa lent í kynferðilegu áreiti eða kynbundnu ofbeldi til að stíga fram og láta vita af því.