Dagur: 9. febrúar 2022
Tími: 9:15
Fjarfundur
Gerð arftakaáætlana og jöfn tækifæri kynjanna til æðstu stjórnunarstarfa!
Ásta Dís Óladóttir dósent og Þóra H. Christiansen aðjukt hjá Háskóla Íslandssta stýra málstofunni.
Ísland er að mörgu leyti fyrirmyndarland þegar kemur að jafnréttismálum.
Íslendingar hafa leitt lista Alþjóðaefnahagsráðsins, s.l. 12 ár og hafa náð hvað mestum framförum og lokað kynjabilinu um tæp 90%.
Þá varð Ísland annað land heims á eftir Noregi að setja kynjakvóta á stjórnir félaga sem hefur haft mikil áhrif. Löggjöfin mætti ákveðinni mótspyrnu og ýmsir óttuðust að kynjakvótar myndu grafa undan samkeppnishæfni og vali á grundvelli verðleika. Í janúar 2022 eru 20 fyrirtæki skráð á Nasdaq Iceland og þrátt fyrir að stjórnir fyrirtækja falli undir reglugerðir um kynjakvóta er staða forstjóra skráðra félaga 19-1 körlum í vil.
Það er hlutverk stjórna félaga að ráða forstjóra, en æðstu stjórnendur þurfa að taka ákvörðun um jöfnun kynjahlutfalla í leiðtogastöðum, frekar en að treysta á að konur berjist upp metorðastigann af sjálfsdáðum.
Hægt er að fara ýmsar leiðir, t.a.m. að nýta arftakastjórnun.
Í erindinu verður fjallað um hvernig hægt sé jafna leikinn og draga úr kynjamuninum meðal forstjóra og í framkvæmdastjórnum félaga, ýta undir jöfn tækifæri fyrir karla og konur til að gegna æðstu stjórnunarstöðum.
Erindið mun gefa stutt yfirlit yfir helstu áhrifaþætti sem rannsóknir okkar hafa sýnt að leiði til aukins kynjahalla eftir því sem ofar dregur í skipuriti skipulagsheilda.
Aðal áherslan verður á að ræða hvaða tæki og tól eru til staðar og hvernig beita má arftakaáætlunum til þess að leiðrétta kynjahalla og annars konar einsleitni innan fyrirtækja og stofnana.