HR TECH 2026

Mannauður heldur ráðstefnuna HR TECH í annað sinn á Íslandi.

Ráðstefnan fjallar um hvernig sífellt þróaðri tækni er beitt í mannauðsstjórnun og rekstri fyrirtækja með áherslu á nýjustu tæki, kerfi og lausnir sem móta framtíð vinnumarkaðarins.

Markmiðið er að veita stjórnendum og fagfólki skýra innsýn í þær breytingar sem eru þegar farnar að hafa áhrif og þær kröfur sem fyrirtæki standa frammi fyrir í sífellt harðnandi alþjóðlegri samkeppni.

Settu daginn í
dagatalið hjá þér!
Ljósmyndir frá HR TECH 2025

Fyrirlesarar HR TECH 2026

Christine Armstrong

A communications and management expert and acclaimed author

The Work Between Us: Rebuilding human connection

Microsoft data shows we interrupt each other 275 times a day at work, on their products alone.  Yet, more of us feel disconnected and lonely than ever before.
In this talk, Christine Armstrong explores how modern work design has unintentionally changed how we relate to one another. And how AI could, if we’re not careful, make it worse.
Drawing on global research, organisational stories and live audience insight, Christine shows how connection is broken in so much of modern work and explores practical ways to rebuild it.
This is a practical, human-first case for redesigning how we connect with each other to be more successful and enjoy work again.  

Content:

  • Data and trends shaping work 
  • How technology and AI are changing how we relate to each other
  • A short, powerful listening exercise that demonstrates the impact of real attention
  • Practical ideas showing how small changes radically improve connection

Participants will leave with:

  • A new lens on why work feels harder and lonelier 
  • Language to describe the hidden relational costs of modern work
  • Practical ideas they can try immediately to improve connection, trust and energy
  • A renewed sense of what’s possible when people actually feel heard and seen

Quote:

“The next productivity leap won’t come from doing more faster. It will come from fixing the work between us.”

Prithwiraj Choudhury

Professor, Organisational Behaviour at London School of Economics and Political Science

Digital Twins
In this talk, Raj Choudhury, leading Future of Work thinker will describe how ‘Digital Twins’, a combination of sensors, AI and automation and transforming factories, farmlands, hospitals, airports and organisations and implications for global hiring, skilling and managing talent.

Hörn Valdimarsdóttir

Rekstrarstjóri og hakkari hjá Defend Iceland

Traust er veikleiki í stafrænum heimi: Nýtt landslag mannlegrar blekkingar.
Ég er hakkari, ekki sá sem brýst inn með tæknilegum veikleikum, heldur sá sem nýtir mannlega hegðun, traust og samskipti. Í stafrænum heimi dagsins í dag er stærsta áskorunin ekki tæknin sjálf, heldur fólkið sem notar hana. Með tilkomu gervigreindar og deepfake-tækni hefur þessi áskorun orðið mun erfiðari viðureignar.
Í þessu erindi er vinnustaðurinn skoðaður frá sjónarhorni mótherjans: hakkarans sem notar bragðvísi (e. social engineering), falsaðar raddir, fölsuð andlit og rauntímahermingar til að blekkja starfsfólk í símtölum, fjarfundum, skilaboðum og tölvupósti. Í dag nægir ein mynd eða nokkrar sekúndur af rödd til að „verða“ yfirmaðurinn þinn, samstarfsfélagi eða jafnvel forstjóri fyrirtækisins.
Með raunverulegum dæmum verður sýnt hvernig nútíma vishing-árásir eru framkvæmdar, hvernig gervigreind er notuð til að byggja upp trúverðugleika og hvernig traust, hraði og vinnuálag starfsfólks er markvisst misnotað. Á sama tíma verður fjallað um áhrif þessarar þróunar á vinnustaðamenningu, hvernig hún breytir samskiptum, eykur óvissu, krefst nýrra viðbragðsferla og setur aukna ábyrgð á mannauðsdeildir.
Erindið er lifandi og gagnvirkt þar sem þátttakendur fá að upplifa sjálf hversu auðvelt er að láta blekkjast, og hvers vegna „fræðsla ein og sér“ dugar ekki lengur. Lögð er áhersla á hlutverk mannauðsdeilda í að móta menningu, ferla og færni sem styrkja bæði öryggi og traust án þess að kæfa nýsköpun.
Í heimi þar sem hver sem er getur verið hver sem er, hvernig verjum við mannlega þáttinn?

Hinrik Jósafat Atlason

Framkvæmdastjóri og stofnandi Atlas Primer

Áður en orðin falla: að æfa samtölin með hjálp gervigreindar, sem móta fólk og fyrirtæki.
Sum samtöl breyta öllu. Önnur skilja eftir sig ör, misskilning eða tækifæri sem fóru forgörðum.
Í mannauðsmálum eru þessi samtöl alls staðar: frammistöðusamtöl, ráðningar, uppsagnir, veikindi og endurgjöf þar sem orðaval, tónn og tímasetning skipta sköpum. Samt fá flestir aðeins eitt tækifæri. Enga æfingu. Enga endurtekningu. Engan öruggan vettvang til að læra.
Í þessum fyrirlestri er kynnt ný hugsun í mannauðs- og leiðtogaþjálfun þar sem gervigreind er ekki notuð til að sjálfvirknivæða mannleg samskipti, heldur til að styrkja þau. Áherslan er á samtalsþjálfun þar sem fólk getur æft erfið samtöl áður en þau eiga sér stað, prófað mismunandi nálganir, upplifað afleiðingar orða sinna og fengið tafarlausa og uppbyggilega endurgjöf í öruggu rými.
Fyrirlesturinn sýnir hvernig þessi nálgun opnar nýja möguleika í leiðtogaþjálfun og starfsþróun. Hún dregur úr ótta, eykur sjálfstraust og gerir fólki kleift að mæta krefjandi aðstæðum af meiri mannúð og fagmennsku.
Erindið setur þessa þróun í stærra samhengi vinnustaðar framtíðarinnar. Á meðan margir spyrja hvernig gervigreind geti tekið yfir verkefni, er hér spurt:
Hvernig getum við notað gervigreind til að skapa meira rými fyrir það sem gerir okkur mannleg?
Þetta er fyrirlestur um að búa til vettvang fyrir mannleg tækifæri á tímum gervigreindar og um framtíð þar sem tæknin hjálpar fólki að vaxa þar sem hún sjálf nær ekki til.

 

Hafþór Þórarinsson

Forritari og „Tech-lead“ hjá Icelandair

Birgitta Guðmundsd. Bender

Product Manager hjá Icelandair

Frá umsókn til flugferðar: Sjálfvirkni í hópráðningu áhafnarmeðlima Icelandair.
Hvernig tekur þú á móti nýjum starfsmanni þegar ráðningarferlið felur ekki bara í sér fræðslu, samning og tölvuaðganga – heldur líka heilsufarsmat, bakgrunnsskoðanir, vegabréfsáritanir, fatapantanir, passaútgáfu, ítarlega þjálfun, réttindi og strangar reglur sem allt þarf að vera tilbúið áður en farið er í fyrsta flugið?
Móttaka nýrra flugliða er með flóknustu onboarding-ferlunum. Þar tengjast fjölmörg kerfi, utanaðkomandi aðilar, tímapressa og strangar reglugerðir – á sama tíma og mikilvægt er að upplifun nýliða sé fagleg, skýr og einföld.
Haustið 2025 hóf Icelandair markvissa vegferð í átt að sjálfvirknivæddu móttökuferli fyrir áhafnarmeðlimi með Journeys frá 50skills. Markmiðin voru skýr:
• Stytta ferlið við móttöku nýrra flugliða
• Draga úr handavinnu og villuhættu, meðal annars með nýtingu gervigreindar í ferlinu
• Bæta upplifun nýrra flugliða
• Setja upp skalanlegt ferli sem stenst mikinn vöxt og sveiflur

Í þessum fyrirlestri veita Hafþór Þórarinsson og Birgitta Guðmundsdóttir Bender innsýn inn í ráðningarferli flugliða hjá Icelandair og vegferðina við að sjálfvirknivæða ferli.

Fundarstjóri
Ketill Magnússon

Mannauðsstjóri Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Léttur hádegismatur