Forstjórahringekjan – Ásta Dís Óladóttir

Á fundinum mun Ásta Dís Óladóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar sem sýna að stjórnendaleitarráðgjafar gegna lykilhlutverki í ráðningarferli forstjóra og hafa veruleg áhrif á það hverjir komast að í ferlinu og hverjir ekki og hversu stórt hlutverk það spili að forstjórastöður séu ekki auglýstar opinberlega. Ásta Dís mun sýna fram á að „leitaraðferðir byggjast oft á óformlegum tengslanetum og hefðbundnum viðmiðum sem viðhalda ríkjandi mynstri, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta forstjórastöður og kynjajafnvægi er sjaldnast sett í forgang.“

Fyrirlesari: Ásta Dís Óladóttir, prófessor og stofnandi Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi við Háskóla Íslands.