Sigrún Kjartansdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Flóru, Félagi mannauðsfólks á Íslandi frá 1. október n.k. Ráðið er í starfið til næstu 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Hlutverk verkefnastjóra er að annast allan daglegan rekstur félagsins ásamt því að vinna að framkvæmd nýrrar stefnu sem stjórn vann út frá niðurstöðum af vinnufundi félagsmanna sem haldinn var á Hilton Hóteli í maí sl.
Sigrún býr yfir áralangri reynslu af stjórnun og rekstri en hún hefur starfað sem stjórnandi hjá Íslandsbanka og Sjóvá, auk þess að búa yfir stjórnunarreynslu úr heilsu- og ferðageiranum. Sigrún hefur umfangsmikla reynslu af viðburðarstjórnun, verkefnastjórnun og stjórnun mannauðs í gegnum stjórnendahlutverk sem hún hefur sinnt. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarpróf í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum Sigrúnu velkomna í starfið og hlökkum til að starfa með henni að framgangi félagsins á næstu mánuðum.