Skip to main content

Mannauðsdagurinn er einn stærsti viðburður stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi.  Samhliða ráðstefnunni bjóðum við upp á einu stærstu og glæsilegastu sýningu landsins þar sem um 85 fyrirtæki, ráðgjafar og einstaklingar sem eru í fararbroddi í sölu á þjónustu og vörum sem tengjast mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana sýna.

Gestir MANNAUÐSDAGSINS eru mannauðsstjórar, starfsfólk mannauðsdeilda, sérfræðingar í mannauðsmálum, ráðgjafar, áhugafólk um mannauðsmál og stjórnun og stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Samhliða ráðstefnunni stendur völdum fyrirtækjum og þjónustuaðilum til boða að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir gesti dagsins í glæsilegu sýningarsvæði í Norðurljósum, í Hörpuhorni fyrir framan Eldborg og á gangi fyrir framan Norðurljós og Eldborg.

Innifalið í gjaldi sýningarbássins er 1 auglýsingaglæra sem birtist á sýningartjöldunum í öllum 4 ráðstefnusölunum (Eldborg, Silfurberg A, Silfurberg B og Kaldalóni  ) fyrir ráðstefnuna og í öllum hléum.  Hver auka sýningarglæra kostar 20.000 krónur.

Síðustu ár hafa sýningarsvæði selst upp og færri komist að en vildu. Í ár bættum við fleiri básum við á sýningarsvæðið, þannig að við eigum örfáa bása lausa.  Það borgar sig að tryggja sér svæði tímanlega.
Hver bás er 3 metrar á breidd og 1,5 metrar á dýpt.  Hægt er að semja um að fá 1/2 bás og síðan er hægt að taka fleiri en 1 bás hlið við hlið.

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að hæð sýningarbása má ekki vera hærri en 2,5 metrar, nema hann sé við útvegg, nema að gefnu sérstöku leyfi.

Skrá starfsmenn fyrirtækis á sýningarbásinn

4. október 2024

Norðurljós, Hörpuhorn og gangur fyrir framan Norðurljós og Eldborgina í Hörpu.

08:00- 16:00

180.000 krónur
Innifalið:
– Gólfpláss (3m x 1,5m), aðgangur að rafmagni og interneti
– 1 auglýsingaglæra
– 2 aðgangspassar á básinn með aðgang að mat í hádeginu og kaffi og drykkjum yfir daginn.

ATH. að uppsetning allra sýningarbásanna í Hörpuhorni og á ganginum við Eldborgarsalinn þarf að eiga sér stað á föstudagsmorgninum 4. október milli kl. 6:00-8:00.

Hafðu samband við Sigrúnu Kjartandóttur framkvæmdastjóra Mannauðs í gegnum netfangið sigrun@mannaudsfolk.is eða í síma 618-1900.

Frekari upplýsingar veitir.

Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs

Netfang: sigrun@mannaudsfolk.is

Sími: 618-1900

Nauðsynlegar upplýsingar fyrir kynningaraðila

Uppsetning

Sýningarsvæðið í Norðurljósum verður tilbúið til uppsetningar klukkan 12:00, fimmtudaginn 3. október, daginn fyrir ráðstefnuna. Kynningaraðilar geta því sett upp sýningarbása frá 12:00 – 16:00 þann dag.
Við biðjum sýningaraðila í Norðurljósum að vera allir búnir að setja upp básana á fimmtudeginum.

Sýningarsvæðið í Hörpuhorni og á ganginum verður því miður ekki tilbúið til uppsetningar fyrr en kl. 6:00 að morgni ráðstefnudagsins 4. október.  Það verður að vera búið að setja upp alla básana fyrir kl. 8:00 en þá fara ráðstefnugestir að streyma inn.

 

Mikilvægt er að kynningaraðilar virði þessar tímasetningar.

Að gefnu tilefni vekjum við athygli á að hæð sýningarbása hefur verið takmörkuð við 2.5 metra nema með sérstöku samþykki.

Tímasetningar

Sýningin fer fram í Norðurljósum,  Hörpuhorni og ganginum fyrir framan Norðurljós og Eldborg.  Ráðstefnan hefst með opnun sýningarsvæðisins og afhendingu ráðstefnugagna klukkan 08:00.  Hleypt verður strax inn í ráðstefnusalinn  og ráðstefnan sjálf hefst stundvíslega klukkan 9:00.

Ráðstefnugestir koma á sýninguna fjórum sinnum yfir daginn (birt með fyrirvara um breytingar á dagskrá).

08:oo – 9:00 Húsið opnað og ráðstefnugögn afhent
10:00  Kaffihlé
12:00 Hádegishlé
15:00  Kaffihlé

Veitingar

Að gefnu tilefni skal áréttað að óheimilt er að koma með aðkeyptar veitingar inn í Hörpu, þetta á bæði við um veitingar í föstu og fljótandi formi.

Ef bjóða á upp á veitingar á kynningarbásum skal hafa samband við veitingadeild Hörpu (halli@harpa.is).

Aðföng

Hægt verður að fá leigð húsgöng í sýningarbásinn eins og  borð (hátt barborð/sveppaborð), stóla, barstóla, bæklingastanda og fleira hjá Recon sem sér um sýningarsvæðið.  Harpa hefur verið okkur innan handar með leigu á hvítum borðdúkum og leigu á skólastofuborðm.  Dúkarnir kosta 3.000 kr. en skólastofuborðin rukka þeir ekki fyrir.  Harpa leigir ekki háu sveppaborðin í ár.

Öll sýningarsvæði hafa aðgang að rafmagni og interneti.

Aðgangur að ráðstefnunni

Kynningaraðilum er frjálst að hafa fleiri aðila en einn á kynningarbásnum.
Hver kynningarbás fær sérstaklega merkta aðgangspassa fyrir sitt fólk með nafni fyrirtækisins.

Vilji kynningaraðilar taka þátt í ráðstefnunni þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Miðasala á ráðstefnuna fer fram hér á vefnum.

Hugum að umhverfinu!

Að gefnu tilefni viljum við biðja kynningaraðila um að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi þegar kemur að því að útbúa kynningarefni og gjafir til ráðstefnugesta.

Undanfarin ár höfum við fengið vinsamlegar ábendingar frá Hörpu að Mannauðsdeginum fylgi mikið rusl þar sem þátttakendur fá mikið af efni frá kynningaraðilum sem þeir skilja eftir á borðum og endar þar með í ruslinu.

Við viljum því biðja ykkur um að hafa þetta í huga þegar kemur að því að útbúa kynningarefni til dreifingar á deginum og hvetjum ykkur til að nýta rafrænar leiðir til að koma efni til ráðstefnugesta.