Mannauðsdagurinn er einn stærsti viðburður stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi. Samhliða ráðstefnunni bjóðum við upp á einu stærstu og glæsilegastu sýningu landsins þar sem um 85 fyrirtæki, ráðgjafar og einstaklingar sem eru í fararbroddi í sölu á þjónustu og vörum sem tengjast mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana sýna.
Gestir MANNAUÐSDAGSINS eru mannauðsstjórar, starfsfólk mannauðsdeilda, sérfræðingar í mannauðsmálum, ráðgjafar, áhugafólk um mannauðsmál og stjórnun og stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.
Samhliða ráðstefnunni stendur völdum fyrirtækjum og þjónustuaðilum til boða að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir gesti dagsins í glæsilegu sýningarsvæði í Norðurljósum, í Hörpuhorni fyrir framan Eldborg og á gangi fyrir framan Norðurljós og Eldborg.
Innifalið í gjaldi sýningarbássins er 1 auglýsingaglæra sem birtist á sýningartjöldunum í öllum 4 ráðstefnusölunum (Eldborg, Silfurberg A, Silfurberg B og Kaldalóni ) fyrir ráðstefnuna og í öllum hléum. Hver auka sýningarglæra kostar 20.000 krónur.
Síðustu ár hafa sýningarsvæði selst upp og færri komist að en vildu. Í ár bættum við fleiri básum við á sýningarsvæðið, þannig að við eigum örfáa bása lausa. Það borgar sig að tryggja sér svæði tímanlega.
Hver bás er 3 metrar á breidd og 1,5 metrar á dýpt. Hægt er að semja um að fá 1/2 bás og síðan er hægt að taka fleiri en 1 bás hlið við hlið.
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að hæð sýningarbása má ekki vera hærri en 2,5 metrar, nema hann sé við útvegg, nema að gefnu sérstöku leyfi.