Skip to main content

Á síðasta ári hóf Flóra samstarf við Mannauðsstjórnunarfélög á norðurlöndum. Markmiðið er að efla alþjóðlegt samstarf og ná tengingum við þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við. Framkvæmdastjórar HR félagana á norðurlöndum hafa fundað reglulega í 10 ár í tengslum við aðild þeirra að EAPM European Association for People Management, sem Flóra er nú einnig orðin aðili að. Hvað varðar samvinnu norrænu félagana (Nordic HR associations) þá er um að ræða óformlegan samstarfs- og samráðsvettvang félaganna þar sem markmiðið er að deila þekkingu, veita ráð og stuðning. Félögin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru töluvert eldri og fjölmennari en Flóra en meðlimafjöldi er frá 2400 -7000 og öll félögin eru með starfsmenn og eru fulltrúar á norrænu samstarfsfundunum framkvæmdastjórar félagana sem þeir sinna allir í fullu starfi. Það er mikil ánægja með að Ísland hefur slegist í hópinn og eitt af þeim verkefnum sem við erum nú að vinna að er að halda norræna ráðstefnu sem félögin skiptast á að skipuleggja og halda. Fyrsta ráðstefnan verður í Osló þann 12. og 13. janúar 2017. HRNorge sér um að skipuleggja ráðstefnuna í samvinnu við hin félögin og hér má finna dagskrá og skráningarform. Við vonum innilega að félagsmenn Flóru fjölmenni á ráðstefnuna og eflum enn frekar norræna samvinnu.  Annað verkefni sem félögin eru að vinna að er samnorræn könnun á stöðu mannauðsmála á norðurlöndum „Nordic HR practices“ í samvinnu við Ernst og Young. Flóra mun fá niðurstöður fyrir Ísland og samanburð við norðurlöndin sem við getum birt og kynnt fyrir okkar félagsmönnum. Einnig erum við að ræða þann möguleika á að framkvæmdaraðilar komi til landsins til að kynna niðurstöður.

Við í stjórn Flóru erum hæstánægð með þessa norrænu samvinnu og vonum við að þetta muni efla félagið okkar og þróa enn frekar.