Skip to main content

Dagur: 22. febrúar 2018

Tími: 16:00

Staður: Íslandsbanki, Norðurturni

Lýsing

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. febrúar n.k. kl. 16:00, í nýjum húsakynnum Íslandsbanka í Smáralindarturninum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
3. Ákvörðun árgjalds
4. Lagabreytingar
5  Stjórnarkjör
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs
8. Önnur mál

– – – – – – – – – –
Tillaga að lagabreytingum:

1. gr. eins og hún er í dag:

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Flóra Félag Mannauðsstjóra á Íslandi. Félagið er fagfélag mannauðs- og starfsmannastjóra fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins

Tillaga að breytingu á 1. grein.

1. gr. Heiti félagsins
Félagið heitir Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi. Félagið er fagfélag þeirra sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins.

3. gr. eins og hún er í dag: 

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

Tillaga að breytingu á 3. grein

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Þeir sem stafa sem ráðgjafar hjá fyrirtækjum sem selja mannauðsþjónustu geta ekki verið félagsmenn.

5. gr. eins og hún er í dag: 

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Auk þess er kjörinn einn varamaður sem stjórn kallar til eftir þörfum. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

Tillaga að breytingum á 5. grein

5. gr. Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa formann félagsins. Formaður má að hámarki sitja í þrjú ár í senn. Stjórnarmenn þar með talinn formaður skulu að hámarki sitja samtals í 6 ár. Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórnin boðar til félagsfunda þegar þörf krefur, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn getur skipað fólk úr hópi félagsmanna í siðanefnd.

– – – – – – – – – –

Eftir fundinn mun Hafsteinn Bragason sýna ný húsakynni bankans og segja í stuttu máli frá nýju opnu vinnurýmunum og nýja vinnufyrirkomulaginu.

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja,
Stjórn Flóru

Viðburður er liðinn eða skráningu lokið