Skip to main content

Aðalfundur Flóru 2016

Aðalfundur Flóru félags Mannauðsstjóra verður haldinn 23. febrúar næstkomandi á Hilton Hótel Nordica á Suðurlandsbraut kl. 17:00.  Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri  SA  mun koma og fræða okkur um SALEK hópinn og SALEK samkomulagið.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar kynnt.

2. Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.

3. Árgjald ákveðið til eins árs.

4. Lagabreytingar.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.

7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs.

8. Önnur mál.

Í framboði til stjórnar eru; Sigríður Elín Guðlaugsdóttir,  Dröfn Guðmundsdóttir,  Helga B. Helgasóttir, Drífa Sigurðardóttir, Hafsteinn Bragason  og Guðbjörg Erlendsdóttir.

Lagabreyting:

Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að stækka félagið og opna það fyrir fleiri aðilum, en aðeins mannauðsstjórum. Því hefur eftirfarandi lagabreytingatillaga verið sett fram.

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, starfa sem sérfræðingar á sviði mannauðsmála eða sjá um  stjórnun mannauðsmála í fyrirtæki/ stofnun. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað.

3.grein eins og hún er í dag:

3. gr. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið

Aðild að Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi geta þeir einungis fengið sem eru starfandi mannauðs- eða starfsmannastjórar, þ.e. þeir sem bera ábyrgð á mannauðsmálum í fyrirtækinu / stofnuninni og hafa það sem aðalstarf. Félagar geta einnig orðið þeir sem eru mannauðsstjórar starfseininga ef fyrirtæki/stofnun hefur dótturfélög/undirstofnun eða stórar sérhæfðar starfseiningar/svið sem halda sjálf utan um mannauðsmál sín. Félagsmenn geta því ekki orðið þeir sem starfa sem ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu, eru nemar, eða eru starfsmenn á mannauðssviðum /-deildum án þess að bera ábyrgð á málaflokknum. Umsókn skal send til stjórnar og skal tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og umsækjanda í framhaldi þess svarað. Nýir félagsmenn skulu kynntir á félagsfundi eða á heimasíðu félagsins.

Hvetjum sem flesta félagsmenn til að mæta og taka þátt í virkum umræðum um þróun félagsins, spjalli og tengslamyndun.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Flóru