Skip to main content

Dagur: 15. febrúar

Tími: 09:00

Staður: Reukjavíkurborg

Lýsing

Haustið 2016 gaf Reykjavíkurborg út nýja stefnu gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi. Í þeirri stefnu er tekin skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að skapa og viðhalda starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum.

Ef að upp koma kvartanir um áreitni, einelti og annað ofbeldi er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun. Á fundinum verður farið í gegnum þá ferla að Reykjavíkurborg hefur sett upp til þess að bregðast við þeim málum sem upp koma. Jafnframt veður gerð grein fyrir því skipulagi sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í málaflokknum.

Hjá Reykjavíkurborg starfa um 9000 starfsmenn við fjölbreytileg störf og mikilvægt er að vel sé haldið utan um málaflokk sem þennan. Á sviðum borgarinnar starfa eineltis- og áreitniteymi sem búa yfir góðri þekkingu á verkferlum sem borgin starfar eftir í erfiðum samskiptamálum og er mikil áhersla lögð á að faglegt starf sé unnið þegar atvik af þessum toga koma upp.

Fyrirlesarar:

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar

Elín Valgerður Margrétardóttir, mannauðsráðgjafi og formaður miðlægs eineltis- og áreitniteymis Reykjavíkurborgar.

 

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti